OP-Art barnapeysa

kr.1,200

Frískleg litasamsetning í hvítu mynstri á fagurbláum grunni, heil peysa, prjónuð á prjóna 5,5 og þar sem hún er tvíbanda þá verður hún þykk. Hönnunin er í senn nútímaleg og Retro, minnir svolítið á peysur sem voru vinsælar á börn þegar hönnuðurinn var lítil stúlka, hún er prjónuð frá stroffi og upp.

Op Art er listastefna sem kom fram á sjónarsviðið á sjöunda áratugnum þó rekja megi hana lengra aftur, oftast er um svart hvít munstur sem oftar en ekki eru abstrakt en stílhrein. Fjölmargir fatahönnuðir tóku þessa mynsturgerð og listastefnu upp á þessu tímabili s.s. Mary Quant og Paco Rabanne.

Out of stock

Description

Efni : Aran (fyrir prjónast. 5)
Stærð:           4      6      8        10 ára
Grunnlitur:   200  250  300   400 gr
Mynstirlitur  100  150  200   250 gr
Hringprjónar: nr 5,5 60 cm og 40 cm
Sokkaprjónar: nr 4,5 og 5,5
Prjónfesta:  17L x  19L á 10 x 10 cm á prj. nr. 5,5 í mynstri.  (16L x 20L á 10 x 10 cm á prj.nr. 5,5 í sléttu prjóni). Sannreynið alltaf prjónfestu, skiptið um prjónastærð ef þarf. Notið fínni prjóna ef lykkjurnar eru of fáar á 10 cm en stærri ef lykkjurnar eru of margar.
Aðferð
Bolur og ermar eru prjónuð í hring, byrjað er neðst á bol, ermar sameinaðar bol við handveg á einn prjón  og axlastykkið prjónað í hring. Upphaf umferðar á axlastykki er við samskeyti bols og ermar á bakhlið vinstra megin.
Stærðir á flík        4   6   8   10  ára     Yfirvídd        ca. cm  66-70-74- 82
Að handvegi    cm  29-33-37-41
Ermalengd       cm  32-35-36-38

Reviews

There are no reviews yet.

Be the first to review “OP-Art barnapeysa”

Your email address will not be published. Required fields are marked *