Posted on

Prjónauppskriftir

Black Sand prjónahönnun peysur

í fjölda ára hefur Ásdís Loftsdóttir fatahönnuður, hannað prjónapeysur við góðan orðstír. Peysurnar hennar hafa verið seldar um allan heim, til Bandaríkjanna, Ástralíu og til fjölmargra Evrópulanda, bæði til einstaklinga til verslana hér heima og erlendis.

Núna er Ásdís að vinna uppskriftirnar til sölu og birtingar hér á sölusíðusíðu Black Sand, flestar eru margreyndar af fjölda prjónakvenna og verður spennandi að sjá hve viðbrögðin verða hjá ykkur sem veljið að kaupa. Endilega sendið okkur mynd, hvort heldur á studio@blacksand.is eða á facebooksíðunni okkar (blacksandiceland).

Smátt og smátt hannar hún nýjar uppskriftir sem ætlaðar verða í sölu hér og verður spennandi að sjá hve áhrif núverandi búsetu hönnuðar mun hafa á hvað hún velur að prjóna. Ásdís flutti til suður Frakklands í lok árs 2020 og ævintýrin og hennar upplifun eru á bloggsíðunni hennar http://blacksand.is/

  • Opart-sweater-black-and-white-by-Black-Sand-1.png
  • BlackSand hönnun
  • Herra Herðubreið Black Sand
  • BlackSand hönnun
  • Faith handprjóuð pysa frá Black Sand
  • BlackSand hönnun
  • BlackSand hönnun
Posted on

Um hönnunarmerkið Black Sand / About Black Sand

Black Sand íslensk hönnun

Black Sand varð til árið 2012 þegar Ásdís stofnandi þess bjó um tíma á æskuslóðum í Vestmannaeyjum en þar var hún fædd og uppalin. Slagorð merkisins er island treasures eða fjársjóður eyjanna vísar í hugsanlega fjársjóði sem svörtu sandar suðurstrandar Íslands halda en þar er að finna ógrynni skipsflaka sem kveikja í ímyndunaraflinu og lönguninni að leita fjársjóða.

Okkar stefna er að nota umhverfisvæn efni og liti í framleiðsluvörur Black Sand, markmiðið er að gleðja viðskiptavini okkar með góðri hönnun á sanngjörnu verði.

Ásdís Loftsdóttir er hönnuður Black Sand og eigandi.

Við styrkjum góðgerðarfélög og krabbameinsrannsóknir reglulega og viljum þannig gefa til baka af okkar velgengni.

Nánari upplýsingar eru hér

Enska:

The label Black Sand was founded in 2012 on the beautiful island of Vestmannaeyjar (Westman islands off the south coast of Iceland) where the founder, Asdis Loftsdottir, was residing for a few years. This was her childhood home and birthplace and holds a special place in her heart. The brands slogan “ islands treasures” refers to all the treasures to be found in the black sandy beaches along the south coastline of Iceland, the sands are said to hold many a sunken vessel that alights ones imagination to search for lost treasures.

Our philosophy is to use eco friendly fabrics and dyes in all our Black Sand products and our goal is to make you the customer satisfied with your purchase as we strive to make good quality designs at affordable prices.

Asdis Loftsdottir has a BA degree in Fashion Merchandising and Design from the American College for the Applied Arts (London and Los Angeles)

We give back by supporting local charities and cancer research by donating regularly to them.

Posted on

Skilmálar / Privacy policy

Skilmálar í netverslun blacksand.is

Þessir skilmálar gilda um sölu á vörum keyptum í netverslun blacksand.is Skilmálarnir eru staðfestir þegar kaup og greiðsla er staðfest fyrir viðskiptin. Öll viðskipti eru trúnaðarmál og allt kapp lagt á að tryggja viskiptavinum okkar örugg viðskipti á netinu.

Seljandi er Ásdís Loftsdóttir kt. 070258-2269. Kaupandi er sá sem skráður er kaupandi á reikning.

Um skilarétt gildir 14 daga skilaréttur samkvæmt neytendalögum um verslun á netinu. Hægt er að  skila vörum gegn endurgreiðslu í allt að 14 daga frá afhendingu að því tilskyldu að varan sé ónotuð og í upprunanlegu ástandi og umbúðum. Ef viðskiptavinur óskar eftir að skila vöru skal hann hafa samband við Studio 7, Eyjar ehf. á netfangið studio@blacksand.is og senda vöruna á eigin kostnað. Hægt er að skipta vöru svo lengi sem varan er ennþá til í vefverslun en aðeins ef varan er ónotuð og í upprunalegu ástandi og umbúðum. Útsöluvörum er ekki hægt að skipta nema í aðra útsöluvöru og þá aðeins á meðan á útsölu stendur.

Öll verð eru gefin upp í íslenskum krónum með virðisaukaskatti. Verðbreytingar geta orðið fyrirvaralaust vegna rangra upplýsinga eða skráningar.

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingr sem hann gefur upp I tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila. Greiðslur með greiðslukortum fara í gegnum örugga greiðslusíðu Valitors. Seljandi fær aldrei kreditkortaupplýsingar kaupanda í hendur. Einnig er hægt að greiða fyrir vöru með millifærslu inn á reikning Ásdísar og er þá óskað eftir að staðfestingarpóstur verði sendur á studio@blacksand.is viðskiptavinir fá senda staðfestingu þegar greiðsla hefur borist og pöntun verður send.

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegan hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Suðurlands.

Bankareikningur: 0370-26-016208

Netfang: studio@blacksand.is